Nefndarmenn og starfsfólk
Óbyggðanefnd var sett á fót með lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998, og er skipuð af forsætisráðherra. Skv. 2. mgr. 6. gr. laganna skulu allir nefndarmenn fullnægja skilyrðum til að gegna embætti héraðsdómara en þó er heimilt að víkja frá 70 ára aldurshámarki.
Aðalmenn
Ása Ólafsdóttir, prófessor, formaður.
Allan V. Magnússon, fyrrverandi dómstjóri, varaformaður.
Þorsteinn Magnússon, framkvæmdastjóri.
Varamenn
Hulda Árnadóttir, hæstaréttarlögmaður.
Eiríkur Elís Þorláksson, dósent.
Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor.
Starfsfólk
Þorsteinn Magnússon, framkvæmdastjóri.
Erna Erlingsdóttir, ritari.
Sigmar Aron Ómarsson, lögfræðingur.
Hlutverk samkvæmt lögum
Óbyggðanefnd er úrskurðarnefnd á stjórnsýslustigi sem starfar á grundvelli III. kafla þjóðlendulaga og hefur þríþætt hlutverk:
- Að kanna og skera úr um hvaða land telst til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda.
- Að skera úr um mörk þess hluta þjóðlendu sem nýttur er sem afréttur.
- Að úrskurða um eignarréttindi innan þjóðlendna.
Nánari upplýsingar um lög sem gilda um nefndina.