Sigmar Aron Ómarsson fæddist árið 1994. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2015, BA-prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 2018 og stundar nú meistaranám í lögfræði við sama skóla. Samhliða námi sinnir hann aðstoðarkennslu í réttarfari.
Sigmar hefur sinnt ýmsum félagsstörfum. Hann gegndi embætti inspector scholae í Menntaskólanum í Reykjavík 2014–15 og 2016–17 átti hann sæti í Stúdentaráði Háskóla Íslands. Þá starfaði hann sem hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs 2017–18.
Sigmar tók til starfa á skrifstofu óbyggðanefndar í júní 2018.
Netfang: sigmar.a.omarsson[hjá]obyggdanefnd.is