Sjá einnig
Yfirlitskort
Yfirlitskort – svæðaskipting og staða þjóðlendumála á landinu öllu (apríl 2023).
Svæði 12
Eyjar og sker
- Kort sem sýnir afmörkun svæðis 12.
Óbyggðanefnd hefur tekið til meðferðar svæði 12, eyjar og sker – sem tekur til landsvæða utan strandlengju meginlandsins – og veitt fjármála- og efnahagsráðherra frest til 1. febrúar 2024 til að lýsa fyrir hönd íslenska ríkisins kröfum um þjóðlendur á svæðinu, sé um slíkar kröfur að ræða. Fresturinn var upphaflega veittur til 31. ágúst 2023 en hefur verið framlengdur tvisvar.
Samkvæmt 10. gr. a. í þjóðlendulögum hefði nefndinni í þessu tilviki verið heimilt að bæta viðbótarþrepi framan við hefðbundna málsmeðferð skv. 10. gr. laganna. Í 10. gr. a. segir að þegar nefndin taki landsvæði utan strandlengju meginlandsins til meðferðar sé henni heimilt að skora á þá sem kalla til eignarréttinda þar að lýsa réttindum sínum fyrir nefndinni innan tiltekins frests, áður en kröfum ríkisins um þjóðlendur er lýst. Óbyggðanefnd ákvað að nýta heimildina ekki og um málsmeðferð á svæðinu fer því að öllu leyti eftir ákvæðum 10. gr. þjóðlendulaga. Sú ákvörðun er rökstudd í eftirfarandi bréfi til ráðherra um töku svæðisins til meðferðar.
Þegar kröfur ríkisins hafa borist verða þær kynntar og og kallað eftir kröfum þeirra sem eiga öndverðra hagsmuna að gæta. Þegar gagnkröfur hafa borist verða heildarkröfur kynntar. Óbyggðanefnd rannsakar síðan málin, sem felur m.a. í sér umfangsmikla og kerfisbundna gagnaöflun í samvinnu við sérfræðinga á Þjóðskjalasafni Íslands, og úrskurðar að lokum um kröfur málsaðila. Leiði rannsókn nefndarinnar í ljós að einhver kunni að telja til eignarréttinda án þess að hafa lýst kröfu verður viðkomandi gefinn kostur á að gerast aðili máls, sbr. 3. mgr. 13. gr. þjóðlendulaga.
Sjá einnig:
Svæði 11
Austfirðir
- Kort sem sýnir afmörkun svæðis 11.
Kröfur fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins um þjóðlendur á svæði 11, Austfjörðum, bárust óbyggðanefnd 25. janúar 2022, sbr. 10. gr. þjóðlendulaga, nr. 58/1998.
Í framhaldinu kallaði óbyggðanefnd eftir kröfum þeirra sem kynnu að eiga öndverðra hagsmuna að gæta. Kröfulýsingarfrestur var til 20. júní 2022 eftir að hafa verið framlengdur tvívegis. Innan frestsins bárust 32 kröfulýsingar, sumar vegna fleiri en einnar jarðar eða svæðis, og athugasemdir vegna eins svæðis.
Fyrrgreindar kröfulýsingar, ásamt kortum með kröfulínum málsaðila, er að finna hér fyrir neðan. Kynning á heildarkröfum skv. 12. gr. þjóðlendulaga stóð yfir 15. nóvember – 15. desember 2022. Frestur til athugasemda var til 22. desember 2022. Kynningargögn voru send öllum skrifstofum sýslumannsins á Austurlandi og sveitarfélögum á svæðinu, þ.e. Múlaþingi og Fjarðabyggð, með beiðni um að gera þau aðgengileg auk þess sem þau eru tiltæk hér fyrir neðan. Önnur fylgiskjöl en hér eru birt fást hjá skrifstofu óbyggðanefndar.
18. október 2023 féllst óbyggðanefnd á beiðni íslenska ríkisins um að til úrlausnar kæmi aukin þjóðlendukrafa í máli nr. 3/2022, sbr. 6. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga. Um er að ræða breytta afmörkun á kröfusvæðinu Múlaafrétt þannig að suðurmörk svæðisins færist sunnan Ódáðavatna að vatnaskilum milli Berufjarðar og Skriðdals í stað þess að liggja um Ódáðavötn. Í samræmi við 2. og 6. mgr. þjóðlendulaga hefur þeim sem kunna að telja til eignarréttinda á svæðinu verðið veittur frestur til 25. janúar 2024 til að lýsa gagnkröfum. Tekið er fram að ekki er þörf á að lýsa að nýju kröfum sem taka til svæðisins en viðkomandi svæði er þegar undirorpið gagnkröfu vegna Vatnsskóga í Skriðdal.
Rannsókn óbyggðanefndar á málunum stendur yfir en hún felur m.a. í sér ítarlega og kerfisbundna gagnaöflun í samvinnu við sérfræðinga á Þjóðskjalasafni Íslands. Einnig var farið í vettvangsferðir um ágreiningssvæðin 19.–21. september 2023 auk þess sem haldin verður svonefnd aðalmeðferð þar sem aðilar og vitni gefa skýrslur og málin eru flutt munnlega. Leiði rannsókn nefndarinnar í ljós að einhver kunni að telja til eignarréttinda án þess að hafa lýst kröfu verður viðkomandi gefinn kostur á að gerast aðili máls, sbr. 3. mgr. 13. gr. þjóðlendulaga. Að lokinni gagnaöflun og rannsókn á eignarréttarlegri stöðu ágreiningssvæðanna úrskurðar óbyggðanefnd síðan um fram komnar kröfur.
Kröfulýsing ríkisins og fylgiskjöl:
- Kröfulýsing fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins (pdf) um þjóðlendur á svæði 11, Austfjörðum (uppfærð 4. febrúar 2022).
- Breytingar á kröfugerð ríkisins í máli nr. 3/2022, 13. október 2023 (pdf), þ.e. aukin krafa v. Múlaafréttar o.fl.
- Yfirlitskort um kröfur ríkisins 25. janúar 2022, óuppfært (pdf) Kröfulínur hafa í nokkrum tilvikum breyst en uppfærðar kröfulínur má sjá á kortum fyrir einstök mál aftar.
- Skjalaskrá með kröfulýsingu ríkisins (pdf). Viðkomandi skjöl eru fáanleg hjá skrifstofu óbyggðanefndar:
Kröfulýsingar allra málsaðila:
- Heildarkröfur á svæði 11, Austfjörðum – kynningarhefti með kröfulýsingum allra málsaðila (pdf) (11. nóvember 2022).
Kort með kröfulínum allra málsaðila:
- Mál nr. 1/2022 – Útmannasveit, Borgarfjörður, Víkur og Loðmundarfjörður (pdf) – (18. september 2023)
- Mál nr. 2/2022 – Landsvæði milli Norðfjarðar og Skriðdals (pdf) – (18. september 2023)
- Mál nr. 3/2022 – Gilsárdalsafrétt, sunnanverður Skriðdalshreppur og Ljósárland (pdf) – (18. október 2023)
- Mál nr. 4/2022 – Landsvæði inn af Hamarsfirði og Álftafirði (pdf) – (18. október 2023)
- Yfirlitskort, heildarkröfur á svæði 11 (pdf) – (18. september 2023)
Sjá einnig:
Svæði 10B
Ísafjarðarsýslur
Úrskurðir voru kveðnir upp miðvikudaginn 30. ágúst 2023. Þá er að finna á eftirfarandi síðu:
Svæði 5, 7A, 8A, 8B og 10A – málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga
Sett hefur verið sérstök óbyggðanefnd til að annast málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga. Upplýsingar um þá málsmeðferð eru á eftirfarandi síðu: