Sjá einnig
Yfirlitskort
Yfirlitskort – svæðaskipting og staða þjóðlendumála á landinu öllu (desember 2020).
Svæði 10B
Ísafjarðarsýslur
– Kort sem sýnir afmörkun svæðis 10B.
Kröfur fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins um þjóðlendur á svæði 10B bárust óbyggðanefnd 16. september 2020, sbr. 10. gr. þjóðlendulaga, nr. 58/1998. Þær ná til 45 svæða en upplýsingar um afmörkun þeirra eru í kröfulýsingu og á kortum sem hér fara á eftir. Vakin er athygli á því að í 5. kafla kröfulýsingarinnar er að finna skýringar á einstökum kröfulínum.
Óbyggðanefnd kallar nú eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta. Kröfum skal lýst skriflega í síðasta lagi 15. mars 2021. Upplýsingar um frágang kröfulýsinga eru veittar á skrifstofu óbyggðanefndar.
Tilkynning um kröfu ríkisins og kröfulýsingarfrest birtist í Lögbirtingablaði 9. október 2020 skv. 2. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga, nr. 58/1998. Auk þess sem kynningargögn, þ.e. kröfulýsingin og kröfulínukort, eru birt hér á vefsíðunni eru þau tiltæk á skrifstofu óbyggðanefndar, skrifstofum sýslumanns Vestfjarða á Ísafirði, Patreksfirði og Hólmavík, og skrifstofum viðkomandi sveitarfélaga, þ.e. Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkurkaupstaðar, Súðavíkurhrepps og Strandabyggðar.
Þegar gagnkröfur hafa borist verða heildarkröfur kynntar skv. 12. gr. þjóðlendulaga. Óbyggðanefnd rannsakar síðan málin, sem felur m.a. í sér umfangsmikla gagnaöflun í samvinnu við sérfræðinga á Þjóðskjalasafni Íslands, og úrskurðar að lokum um kröfur málsaðila. Leiði rannsókn nefndarinnar í ljós að einhver kunni að telja til eignarréttinda án þess að hafa lýst kröfu verður viðkomandi gefinn kostur á að gerast aðili máls, sbr. 3. mgr. 13. gr. þjóðlendulaga.
Sjá einnig:
Kröfulýsing ríkisins og fylgigögn hennar:
- Kröfulýsing fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins (pdf) um þjóðlendur á svæði 10B.
- Skjalaskrá og tilvísanaskrá (pdf) með kröfulýsingunni. Viðkomandi gögn fást á skrifstofu óbyggðanefndar.
- Yfirlitskort um kröfur ríkisins (pdf)
- Kröfulínukort:
- Kort 1: Hornstrandir og Jökulfirðir – 1 (pdf)
- Kort 2: Hornstrandir og Jökulfirðir – 2; Drangajökull o.fl. (pdf)
- Kort 3: Drangajökull og svæði sunnan, vestan, norðan og austan hans (pdf)
- Kort 4: Fjalllendi við Langadalsströnd (pdf)
- Kort 5: Fjalllendi milli Ísafjarðardjúps og Dýrafjarðar (pdf)
- Kort 6: Fjalllendi milli Önundarfjarðar og Arnarfjarðar (pdf)
- Kort 7: Fjalllendi við Glámu og víðar auk almenninga sunnan Ísafjarðardjúps – 1 (pdf)
- Kort 8: Fjalllendi við Glámu og víðar auk almenninga sunnan Ísafjarðardjúps – 2 (pdf)
Svæði 5, 7A, 8A, 8B og 10A – kröfur skv. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga
Með lögum nr. 34/2020 var bætt við þjóðlendulög ákvæði sem heimilaði óbyggðanefnd að taka til meðferðar tiltekin afmörkuð svæði í landshlutum þar sem málsmeðferð nefndarinnar væri annars lokið. Heimildin var bundin við svæði sem höfðu ekki áður sætt kröfum um þjóðlendur af hálfu ríkisins en háð því skilyrði að óbyggðanefnd hefði í úrskurði gert athugasemd við kröfugerð ríkisins á sínum tíma. Að jafnaði var um það að ræða að gögn sem aflað var við rannsókn óbyggðanefndar um nærliggjandi svæði bentu til þess að óvissa kynni að vera um eignarréttarlega stöðu svæðis sem féll utan við kröfugerð ríkisins en þar sem óbyggðanefnd er bundin af kröfugerð aðila og ríkinu var á þeim tíma ekki heimilt að auka við kröfur sínar meðan á málsmeðferð stóð hafði nefndin ekki færi á að taka svæðin til nánari skoðunar og úrskurða um þau á sínum tíma.
Landsvæðin þar sem slíkar athugasemdir höfðu verið gerðar voru talin upp í greinargerð með frumvarpi sem varð að lögum nr. 34/2020 auk þess sem ein athugasemd var gerð í úrskurði sem kveðinn var upp eftir framlagningu frumvarpsins.
Á grundvelli 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga tók óbyggðanefnd umrædd svæði til meðferðar í einu lagi 1. júlí 2020 og veitti íslenska ríkinu frest til að lýsa kröfum um þjóðlendur þar, væri um slíkar kröfur að ræða. Kröfulýsingarfresturinn náði til allra athugasemda sem vörðuðu landshluta nr. 1–10A en nánar tiltekið höfðu athugasemdir verið gerðar í landshlutum nr. 5, 7A, 8A, 8B og 10A.
Kröfur íslenska ríkisins um þjóðlendur á þessum landsvæðum bárust óbyggðanefnd 18. janúar 2021 og taka til allra svæða þar sem athugasemdir höfðu verið gerðar. Kröfulýsingu íslenska ríkisins ásamt kröfulínukortum má sjá hér fyrir neðan.
Óbyggðanefnd kallar nú eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta. Kröfum skal lýst skriflega í síðasta lagi 21. maí 2021. Upplýsingar um frágang kröfulýsinga eru veittar á skrifstofu óbyggðanefndar.
Þegar gagnkröfur hafa borist verða heildarkröfur kynntar, sbr. 12. gr. þjóðlendulaga. Að lokinni rannsókn á málunum úrskurðar óbyggðanefnd um kröfur málsaðila. Leiði rannsókn nefndarinnar í ljós að einhver kunni að telja til eignarréttinda án þess að hafa lýst kröfu verður viðkomandi gefinn kostur á að gerast aðili máls, sbr. 3. mgr. 13. gr. þjóðlendulaga. M.a. verður athugað hvort kröfugerð í eldri málum á nærliggjandi svæðum þykir gefa tilefni til þess. Í tengslum við þau mál var á sínum tíma aflað ýmissa gagna um svæðin sem nú eru til meðferðar en öll málsgögn eru fáanleg á skrifstofu óbyggðanefndar.
Sjá einnig:
Kröfulýsing ríkisins og fylgigögn hennar:
- Kröfulýsing fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins (pdf) um þjóðlendur skv. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga.
- Yfirlitskort um kröfur ríkisins (pdf)
- Kröfulínukort (uppfærð 22. feb. 2021):
- Kort 1: Skriðuklaustur og Valþjófsstaður (pdf)
- Kort 2: Grímólfsártunga og Kverkártunga (pdf)
- Kort 3–4: a) Svæði við Torfufell, Hólsgerði og Úlfá; b) Vaskárdalur, Almenningur og Bakkasel (pdf)
- Kort 5: Svæði við norðurmörk Eyvindarstaðaheiðar og Hraunanna (pdf)
- Kort 6: Skrapatunguafrétt (pdf)
- Kort 7: Auðkúluheiði og Kornsártungur (pdf)
- Kort 8: Hítardalur og Svarfhóll (pdf)
- Kort 9: Svæði austan og sunnan Drangajökuls (pdf)
Svæði 10C
Barðastrandarsýslur
Úrskurðir í málum á svæði 10C voru kveðnir upp 22. desember 2020.
Svæði 11
Austfirðir
Málsmeðferð er ekki hafin. Áætlað er að svæðið verði tekið til meðferðar snemma árs 2021 og að úrskurðir verði kveðnir upp 2022.
Svæði 12
Eyjar og sker umhverfis landið
Málsmeðferð er ekki hafin. Áætlað er að svæðið verði tekið til meðferðar á árinu 2021 og að úrskurðir verði kveðnir upp 2023 eða 2024.
Sjá einnig:
-
- Upplýsingar um málsmeðferð
- Yfirlitskort – svæðaskipting og staða þjóðlendumála á landinu öllu (febrúar 2020).