Þorsteinn Magnússon, framkvæmdastjóri

ÞM Okt. 2012Þorsteinn Magnússon fæddist árið 1976. Hann útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1996 og embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 2008. Lokaritgerð hans við deildina fjallaði um vægi skjallegra heimilda við sönnun beins eignarréttar á landi fyrir Hæstarétti Íslands og óbyggðanefnd. Þorsteinn hlaut réttindi til að vera héraðsdómslögmaður 2010.

Þorsteinn starfaði á skrifstofu óbyggðanefndar 2007–2009, í fjármálaráðuneytinu 2009-2010 og sem héraðsdómslögmaður á LEX lögmannsstofu 2010–2012. Þá hafði hann umsjón með verkefnum í eignarrétti við lagadeild Háskóla Íslands á árunum 2009–2013. Hann hefur verið varaformaður kærunefndar húsamála frá 2013; tilnefndur af Hæstarétti frá 2016. Þá var hann varamaður í úrskurðarnefnd almannatrygginga 2013–2016.

Þorsteinn tók við starfi framkvæmdastjóra óbyggðanefndar 1. desember 2012 og var skipaður í nefndina 1. nóvember 2016.

Netfang: thorsteinn.magnusson[hjá]obyggdanefnd.is