Valgerður Sólnes lauk BA-prófi frá lagadeild Háskóla Íslands 2007, meistaraprófi frá sömu deild 2009, LL.M.-gráðu frá Fordham Law School 2010 og doktorsprófi frá lagadeildum Háskóla Íslands og Kaupmannahafnarháskóla 2018.
Valgerður var aðstoðarmaður dómara við Hæstarétt Íslands 2010–2015, stundakennari við lagadeild Háskóla Íslands frá 2012, aðjunkt við deildina frá 2015, lektor frá 2019 og dósent frá 2020. Hún sinnir kennslu og rannsóknum einkum á sviði fjármunaréttar, þar á meðal í skaðabótarétti og eignarétti. Þá er Valgerður formaður matsnefndar eignarnámsbóta, varaformaður úrskurðarnefndar náttúruhamfaratrygginga og situr í yfirfasteignamatsnefnd og prófnefnd verðbréfaviðskipta.