Erna Erlingsdóttir fæddist árið 1975. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1994, BA-prófi í íslensku frá Háskóla Íslands 1999, MA-prófi í íslenskum bókmenntum frá HÍ 2010 og viðbótardiplóma í nytjaþýðingum frá HÍ 2020. Einnig stundaði hún nám í þýskum bókmenntum og almennri bókmenntafræði við háskólann í Leipzig í Þýskalandi 1999–2000.
Árin 2002–2018 vann Erna hjá skrifstofu Alþingis við útgáfu þingskjala. Hún hefur m.a. einnig unnið sjálfstætt við yfirlestur, ritstjórn o.fl. samhliða öðrum störfum síðan 1997.
Erna tók til starfa á skrifstofu óbyggðanefndar í apríl 2018.
Netfang: erna.erlingsdottir[hjá]obyggdanefnd.is