Velkomin á vef óbyggðanefndar

Óbyggðanefnd er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem á grundvelli III. kafla þjóðlendulaga hefur þríþætt hlutverk.

  1. Að kanna og skera úr um hvaða land telst til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda.
  2. Að skera úr um mörk þess hluta þjóðlendu sem nýttur er sem afréttur.
  3. Að úrskurða um eignarréttindi innan þjóðlendna.

Óbyggðanefnd
Skuggasundi 3, 2.h.
101 Reykjavík
Kt.: 580998-3139
Sími: 563 7000
Símbréf: 563 7010
Netfang: postur[hjá]obyggdanefnd.is

Óbyggðanefnd hefur nú lokið málsmeðferð á 76% af landinu öllu og 92% af miðhálendinu, eins og það er skilgreint samkvæmt svæðisskipulagi miðhálendisins.
Af þeim hluta landsins sem óbyggðanefnd hefur úrskurðað um eru 45% þjóðlendur og 55% eignarlönd.
Af þeim hluta miðhálendisins sem óbyggðanefnd hefur úrskurðað um eru 88% þjóðlendur og 12% eignarlönd.
Á yfirlitskortunum hér fyrir neðan má sjá hver staða einstakra landsvæða er m.t.t. málsmeðferðar óbyggðanefndar og legu þjóðlendna að teknu tilliti til dómsúrlausna.

  • Yfirlitskort – staða þjóðlendumála á landinu öllu.
  • Yfirlitskort – þjóðlendulínur á svæðum 1-8A (að teknu tilliti til endanlegra dómsúrlausna).