Til meðferðar

Yfirlitskort – staða þjóðlendumála á landinu öllu (nóvember 2018).


Barðastrandarsýslur (svæði 10C)

Kort sem sýnir afmörkun svæðis 10C.

Óbyggðanefnd hefur tekið svæði 10C til meðferðar, sbr. 8. gr. þjóðlendulaga nr. 58/1998, og veitt fjármála- og efnahagsráðherra frest til 15. febrúar 2019 til að lýsa kröfum ríkisins um þjóðlendur á svæðinu, sbr. 1. mgr. 10. gr. sömu laga.


Strandasýsla ásamt fyrrum Bæjarhreppi (svæði 10A)

Kort sem sýnir afmörkun svæðis 10A.

Krafa fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins um þjóðlendu á svæði 10A barst óbyggðanefnd 5. október 2018, sbr. 10. gr. þjóðlendulaga, nr. 58/1998. Krafan nær til þess hluta Drangajökuls sem er innan svæðisins. Hér má sjá kröfulýsingu ríkisins, fylgigögn með henni og kort sem sýnir kröfulínuna. Einnig eru gögnin aðgengileg hjá viðkomandi sveitarfélagi, þ.e. Árneshreppi, í Hólmavíkurútibúi sýslumannsins á Vestfjörðum og á skrifstofu óbyggðanefndar.

Tilkynning um kröfuna var birt í Lögbirtingablaðinu 16. október 2018 skv. 2. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga. Skorað er á þá sem telja til eignarréttinda á því landsvæði sem fellur innan þjóðlendukröfusvæðis íslenska ríkisins að lýsa kröfum sínum skriflega fyrir óbyggðanefnd í síðasta lagi 1. febrúar 2019. Með kröfunum þurfa að fylgja þær heimildir og gögn sem aðilar byggja rétt sinn á. Leiðbeiningar um frágang kröfulýsinga, þar á meðal korta, fást á skrifstofu óbyggðanefndar.

  • Kröfulýsing fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins um þjóðlendu á svæði 10A.
  • Skjalaskrá með kröfulýsingunni ásamt viðkomandi skjölum.
  • Tilvísanaskrá með kröfulýsingunni ásamt viðkomandi gögnum.
  • Kort sem sýnir þjóðlendukröfulínu á svæði 10A

Snæfellsnes ásamt fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og fyrrum Skógarstrandarhreppi (svæði 9B)

Kort sem sýnir afmörkun svæðis 9B.

Kröfur fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins um þjóðlendur á svæði 9B bárust óbyggðanefnd 8. febrúar 2018 og þær voru í framhaldinu kynntar með lögformlegum hætti. Öðrum mögulegum hagsmunaaðilum var síðan veittur frestur til að skila kröfulýsingum til 25. maí 2018 en fresturinn var framlengdur til 22. júní 2018.

Hér eru kynntar allar kröfur sem bárust innan þess frests, bæði kröfulýsingar þeirra sem telja til eignarréttinda og kröfur ríkisins. Einnig er hér að finna yfirlitskort um kröfur ríksins og fjögur kort sem sýna legu allra kröfulína, bæði í pdf-skjölum og sem léttari jpg-myndir.

Í kröfulýsingunum er að finna upplýsingar um fylgiskjöl með þeim en fylgiskjölin sjálf er hægt að fá hjá skrifstofu óbyggðanefndar.