Óbyggðanefnd er sjálfstæð úrskurðarnefnd sem starfar á grundvelli III. kafla þjóðlendulaga, nr. 58/1998, og hefur þríþætt hlutverk.
- Að kanna og skera úr um hvaða land telst til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda.
- Að skera úr um mörk þess hluta þjóðlendu sem nýttur er sem afréttur.
- Að úrskurða um eignarréttindi innan þjóðlendna.
Tilkynning
10. október 2024
Endurskoðaðar kröfur íslenska ríkisins vegna eyja og skerja hafa borist óbyggðanefnd. Upplýsingar um þær og málsmeðferð á svæðinu eru á síðunni: Til meðferðar. Kröfulýsingarfrestur landeigenda hefur verið framlengdur til 13. janúar 2025.
Svæði til meðferðar
Óbyggðanefnd hefur nú til meðferðar eyjar og sker (svæði 12). Upplýsingar um stöðu mála eru á eftirfarandi síðu:
Nýjustu úrskurðir
Úrskurðir í málum á Austfjörðum (svæði 11) voru kveðnir upp 5. nóvember 2024. Þá voru úrskurðir í málum sem sættu málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga kveðnir upp fimmtudaginn 17. október 2024. Úrskurðina er að finna á eftirfarandi síðu:
Staða þjóðlendumála
Eftir uppkvaðningu úrskurða 5. nóvember 2024 í málum á Austfjörðum (svæði 11) hefur óbyggðanefnd lokið umfjöllun um sextán af sautján svæðum og málsmeðferð á meginlandinu er lokið. Eftir stendur að fjalla um eyjar og sker umhverfis landið (svæði 12). 36,6% lands sem nefndin hefur lokið meðferð á teljast til þjóðlendna en 63,4% eru eignarlönd, að teknu tilliti til endanlegra niðurstaðna dómstóla. Heildarfjöldi skjala sem lögð hafa verið fram og rannsökuð við meðferð óbyggðanefndar á svæðum 1–11 er 36.607, að meðtöldum framlögðum hliðsjónargögnum.
Málsmeðferð stendur nú yfir vegna eyja og skerja (svæði 12).
Yfirlitskort
Á eftirfarandi yfirlitskortum má sjá stöðu einstakra landsvæða með tilliti til málsmeðferðar óbyggðanefndar og legu þjóðlendna að teknu tilliti til dómsúrlausna.
- Staða þjóðlendumála á landinu öllu – yfirlitskort (5. nóvember 2024).
- Þjóðlendulínur á svæðum 1–11 – yfirlitskort (5. nóvember 2024).
Sjá einnig:
- Upplýsingar um málsmeðferð
- Úrskurðir og dómar í þjóðlendumálum