Sigmar Aron Ómarsson fæddist árið 1994. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2015, BA-prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 2018 og mag.jur.-gráðu í lögfræði frá sama skóla 2020.
Sigmar starfaði hjá óbyggðanefnd á árunum 2018–2021 og á LEX-lögmannsstofu 2021–2023. Hann kom til starfa sem framkvæmdastjóri óbyggðanefndar árið 2023.
Samhliða öðrum störfum hefur Sigmar sinnt stundakennslu í eignarétti og réttarfari við lagadeild Háskóla Íslands.
Netfang: sigmar.a.omarsson[hjá]obyggdanefnd.is