Hulda Árnadóttir er fædd í Reykjavík 1974.
Menntun
2018: Hæstaréttarlögmaður
2006: LL.M. frá University of Bristol, Englandi
2003: Héraðsdómslögmaður
2001: Cand.juris frá lagadeild Háskóla Íslands
1994–1995: Nám í frönsku við Université Paul Valéry í Montpellier, Frakklandi
1994: Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík
Starfsferill
Dómari við Héraðsdóm Reykjaness frá 2021.
Lögmaður á LEX lögmannsstofu frá árinu 2006 og einn af eigendum þar frá árinu 2009 til ársins 2021.
Lögfræðingur hjá óbyggðanefnd 2001–2005
Félags- og trúnaðarstörf
2021: Skipuð formaður óbyggðanefndar
2017: Skipuð formaður fjölmiðlanefndar
2017: Stjórn fimleikasambands Íslands
2017: Dómari við áfrýjunardómstól Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands
2015: Varaformaður fjölmiðlanefndar
2015: Formaður yfirfasteignamatsnefndar
2014: Skipuð í kjararáð
2013: Skipuð í yfirfasteignamatsnefnd
2011: Skipuð varamaður í kjararáð af fjármálaráðherra
2011: Skipuð af menntamálaráðherra samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar sem varamaður í fjölmiðlanefnd
2007–2021: Varamaður í óbyggðanefnd
2000: Norræna málflutningskeppnin
1998–1999: Stjórn Orators, félags laganema
1997–1998: Stjórn ELSA á Íslandi
Kennsla og rannsóknarstörf:
Umsjón með raunhæfum verkefnum í eignarrétti við lagadeild Háskóla Íslands frá 2003.
Umsjón með BA-ritgerðum við lagadeild Háskóla Íslands frá 2006.
Prófdómari í samkeppnisrétti við lagadeild Háskólans í Reykjavík frá 2006.
Stundakennsla í eignarrétti við lagadeild Háskóla Íslands frá 2009.
Sérhæfing
Samkeppnisréttur, hugverkaréttur, lyfjaréttur, fjölmiðlaréttur, Evrópuréttur og eignarréttur.