Allan Vagn Magnússon er fæddur 1945. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1965, kandidatsprófi frá lagadeild Háskóla Íslands 1971 og hlaut réttindi sem héraðsdómslögmaður 1974. Hann starfaði sem fulltrúi á lögfræðiskrifstofu Benedikts Sveinssonar og Jóns Ingvarssonar 1971–1974, fulltrúi bæjarfógetans í Vestmannaeyjum 1974–1976 og fulltrúi sýslumannsins í Árnessýslu 1974–1985. Allan var héraðsdómari í Árnessýslu og á Selfossi 1985–1987, borgardómari í Reykjavík 1987–1992, héraðsdómari í Reykjavík 1992–2012 og dómstjóri við Héraðsdóm Vesturlands 2012–2015. Hann hefur verið setudómari í ýmsum málum í héraði og setið í nokkrum gerðardómsmálum. Að auki hefur hann verið stundakennari við lagadeild og læknadeild Háskóla Íslands, lagadeild Háskólans í Reykjavík, lagadeild Háskólans á Bifröst, Flensborgarskóla í Hafnarfirði og Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Félags- og trúnaðarstörf
Formaður nefndar sem gerði frumvarp að lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta.
Skipaður í óbyggðanefnd 1998 og varaformaður hennar frá 2012.
Í kirkjueignanefnd 1982–1993.
Formaður siðanefndar Læknafélags Íslands 1990–2012.
Varaformaður matsnefndar eignarnámsbóta 1991–2018.
Formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands 1969–1970.
Framkvæmdastjóri Æskulýðssambands Íslands 1970–1973.
Formaður Félags héraðsdómara 1976–1981.
Formaður Stéttarfélags lögfræðinga 1980–1983.
Formaður stjórnar Sjúkrahúss Suðurlands og Heilsugæslustöðvar Selfoss 1984–1989. Formaður Dómarafélags Íslands 1994–1997.
Hefur setið í stjórnum ýmissa félaga og í ýmsum nefndum.