Óbyggðanefnd var sett á stofn með lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998, (oft nefnd „þjóðlendulög“) sem tóku gildi 1. júlí 1998. Þjóðlendulögum hefur verið breytt með lögum nr. 65/2000, 7/2005, 19/2006, 167/2007, 70/2009, 97/2009, 162/2010, 126/2011, 86/2015 og 34/2020.
Jafnframt gilda um nefndina stjórnsýslulög, nr. 37/1993, að því leyti sem þjóðlendulög kveða ekki á um annað, sem og óskráðar meginreglur stjórnýsluréttar. Í því sambandi má nefna leiðbeiningarskyldu stjórnvalds, andmælarétt málsaðila, upplýsingarétt og heimild til endurupptöku máls. Enn fremur gilda upplýsingalög, nr. 140/2012, um starfsemi nefndarinnar.